Handbolti

Guðjón: Herslumuninn vantar

Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar
Guðjón finnur sig vel á Selfossi. Hér er hann þó í Fram-búningi.
Guðjón finnur sig vel á Selfossi. Hér er hann þó í Fram-búningi.
Guðjón Finnur Drengsson átti virkilega góðan leik fyrir Selfyssinga í kvöld en það dugði þó ekki til. Liðið tapaði með fimm mörkum norðan heiða fyrir Akureyri, 34-29.

Guðjón skoraði sjö mörk úr átta tilraunum.

"Við erum alltaf að verða betri og betri," sagði Guðjón sem nýtti færin sín einkar vel í kvöld en í því labbaði Stefán "Uxi" Guðnason, markmaður Akureyrar framhjá og sagðist vera ósáttur með að hafa ekki varið víti frá Guðjóni í leiknum.

"Ég hef ekki varið frá þér síðan 2002 held ég," sagði Stefán og Guðjón glotti við tönn. "Gott mál."

Guðjón segir að planið hafi ekki verið flókið, að vinna. "Við hefðum þurft að nýta færin okkar betur. Við skutum mjög mikið beint á Bubba í markinu," sagði Guðjón.

"Vörnin hefði getað verið betri líkt og markvarslan. Nú vantar bara herslumun hjá okkur áður en við forum að hirða fleiri stig," sagði Guðjón og rauk út í flugvél líkt og hann væri í einu af sínum víðfrægu hraðaupphlaupum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×