Innlent

Þrír verða í sannleiksnefnd

Tilnefningar forsætisnefndar kirkjuþings til sannleiksnefndarinnar verður fyrsta mál á dagskrá kirkjuþings sem sett verður á laugardaginn næstkomandi. Sannleiksnefndin á að rannsaka viðbrögð þjóðkirkjunnar við kynferðisbrotum og munu þrír skipa hana. Þeir eiga að vera óháðir stofnunum og embættum þjóðkirkjunnar.

Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, segir nefndina fá fullan aðgang að þeim gögnum kirkjunnar sem hún telji nauðsynleg til að vinna að rannsókninni.

Nefndarmenn munu ekki sinna nefndarstörfum í fullu starfi, heldur meðfram þeim störfum sem þeir gegna nú þegar. Kirkjuþing þarf að samþykkja tilnefningarnar og verða þær tilkynntar á laugardag.- sv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×