Innlent

Ráðamenn sitja fyrir svörum

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Már Guðmundsson seðlabankastjóri sitja fyrir svörum á fundi um peningamál og gjaldeyrishöft í hádeginu í dag, fimmtudag.

Fyrir fundinum stendur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og ber hann yfirskriftina „Peningamálastefna til framtíðar - Leiðin frá höftum til hagsældar".

Fundurinn er haldinn í Víkingasal Hótels Loftleiða. Aðalræðumenn eru Már Guðmundsson og Illugi Gunnarsson alþingismaður. Auk þeirra og fjármálaráðherra sitja í pallborði Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, og Ragnar Árnason prófessor.- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×