Golf

Ísland í 17. sæti á EM og fær þátttökurétt áfram

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sigmundur Einar Másson.
Sigmundur Einar Másson.
Íslenska karlalandsliðið í golfi náði að tryggja sér áframhaldandi þátttökurétt á EM með því að vinna sinn riðil í Svíþjóð. Íslandi lenti í 17. sæti af 20 þjóðum. Ísland tapaði í dag fyrir Austurríki, 3-2. Sigmundur Einar Másson og Axel Bóasson unnu tvímenningsleikinn 3/1 og Kristján Þór Einarsson vann sinn leik 1/0. Hlynur Geir Hjartarson tapaði 4/2 , Ólafur Björn Loftsson tapaði 5/4 og Alfreð Brynjar Kristinsson tapaði sínum leik 1/0. Það voru Svíar og Englendingar sem léku til úrslita og höfðu Svíar betur 5-2 og eru Evrópumeistarar landsliða 2010. Ítalir unnu Spánverja í leik um þriðja sætið, einnig 5-2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×