Stórbrotinn sigur íslenska U-21 árs liðsins á Þjóðverjum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2010 18:06 Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu fór á kostum í Kaplakrika í dag er það kjöldróg eitt sterkasta lið Evrópu, Þýskaland, í undankeppni EM. Ísland er komið með átta stiga forskot á Þýskaland í riðlinum og á annað sætið nokkuð víst. Liðið getur enn unnið riðilinn þess utan. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins fimm mínútna leik. Jón Guðni Fjóluson átti þá magnaða sendingu upp hægri kantinn á Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi kom boltanum fyrir þar sem Birkir Bjarnason var mættur og afgreiddi boltann smekklega í netið. Frábærlega gert hjá íslenska liðinu. Nokkuð jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en færin voru Íslendinga. Íslenska liðið fékk tvö góð færi í viðbót sem þeim tókst ekki að nýta. Eina alvöru hættan sem Þjóðverjar sköpuðu var í uppbótartíma hálfleiksins er Haraldur varði þrumuskot Þjóðverja af löngu færi. Það tók Þjóðverja ekki langan tíma að jafna leikinn í síðari hálfleik því eftir rúmlega þriggja mínútna leik jafnaði Kevin Grosskreutz leikinn fyrir Þjóvðerja. Hann fékk þá sendingu á fjærstöng þar sem hann var óvaldaður og skoraði frekar auðveldlega. Það mark kveikti síðan í íslenska liðinu. Gylfi Þór fiskaði aukaspyrnu af harðfylgi rétt fyrir utan teig. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði með glæsilegri spyrnu upp í hornið. Algjörlega óverjandi. Aðeins mínútu síðar fékk Kolbeinn Sigþórsson laglega stungusendingu inn fyrir vörn þýska liðsins. Markvörðurinn kom út á móti og Kolbeinn varð að lyfta boltanum yfir hann. Það gerði hann listilega vel því boltinn sigldi örugglega yfir markvörðinn og þaðan í netið. 3-1 fyrir Ísland. Veislunni var ekki lokið því sex mínútum fyrir leikslok komst Alfreð Finnbogason inn í slaka sendingu varnarmanns Þjóðverja sem ætlaði að gefa á markvörðinn sinn. Alfreð þakkaði pent fyrir með því að leika á markvörðinn og skora í tóm markið. Ótrúlegur sigur íslenska liðsins sem hefur skilið Þjóðverja eftir í riðlinum og á virkilega góðan möguleika á því að komast í lokakeppni EM. Ísland-Þýskaland 4-11-0 Birkir Bjarnason (5.) 1-1 Kevin Grosskreutz (49.) 2-1 Gylfi Þór Sigurðsson (53.) 3-1 Kolbeinn Sigþórsson (54.) 4-1 Alfreð Finnbogason (84.) Áhorfendur: 3.200. Dómari: Espen Berntsen, Noregi . Skot (á mark): 9-18 (8-7) Varin skot: Haraldur 6 - Sippel 4 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 9-18 Rangstöður: 0-9 Ísland (4-5-1)Haraldur Björnsson Skúli Jón Friðgeirsson Jón Guðni Fjóluson Hólmar Örn Eyjólfsson kristinn Jónsson Bjarni Þór Viðarsson Eggert Gunnþór Jónsson Birkir Bjarnason (79., Guðlaugur Victor Pálsson) Gylfi Þór Sigurðsson Jóhann Berg Guðmundsson (85., Andrés Már Jóhannesson) Kolbeinn Sigþórsson (72., Alfreð Finnbogason) Íslenski boltinn Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Ísland nánast öruggt með sæti í umspili um laust sæti á EM Aðeins átta þjóðir keppa um Evrópumeistaratitil undir 21 árs liða í Danmörku á næsta ári. Heimamenn fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu en Ísland er í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 18:15 Bjarni: Allt sem við lögðum upp með gekk upp Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var kampakátur eftir 4-1 sigurinn á Þjóðverjum í dag. Sigurinn fer langt með að tryggja Ísland í umspilsleiki um laust sæti á EM á næsta ári. 11. ágúst 2010 19:45 Haraldur: Stoltur af því að vera hluti af þessu "Þetta var gríðarlega fallegur leikur," sagði markmaðurinn Haraldur Björnsson sem átti góðan leik eins og allt U21 árs landsliðið gegn Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 19:06 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu fór á kostum í Kaplakrika í dag er það kjöldróg eitt sterkasta lið Evrópu, Þýskaland, í undankeppni EM. Ísland er komið með átta stiga forskot á Þýskaland í riðlinum og á annað sætið nokkuð víst. Liðið getur enn unnið riðilinn þess utan. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins fimm mínútna leik. Jón Guðni Fjóluson átti þá magnaða sendingu upp hægri kantinn á Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi kom boltanum fyrir þar sem Birkir Bjarnason var mættur og afgreiddi boltann smekklega í netið. Frábærlega gert hjá íslenska liðinu. Nokkuð jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en færin voru Íslendinga. Íslenska liðið fékk tvö góð færi í viðbót sem þeim tókst ekki að nýta. Eina alvöru hættan sem Þjóðverjar sköpuðu var í uppbótartíma hálfleiksins er Haraldur varði þrumuskot Þjóðverja af löngu færi. Það tók Þjóðverja ekki langan tíma að jafna leikinn í síðari hálfleik því eftir rúmlega þriggja mínútna leik jafnaði Kevin Grosskreutz leikinn fyrir Þjóvðerja. Hann fékk þá sendingu á fjærstöng þar sem hann var óvaldaður og skoraði frekar auðveldlega. Það mark kveikti síðan í íslenska liðinu. Gylfi Þór fiskaði aukaspyrnu af harðfylgi rétt fyrir utan teig. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði með glæsilegri spyrnu upp í hornið. Algjörlega óverjandi. Aðeins mínútu síðar fékk Kolbeinn Sigþórsson laglega stungusendingu inn fyrir vörn þýska liðsins. Markvörðurinn kom út á móti og Kolbeinn varð að lyfta boltanum yfir hann. Það gerði hann listilega vel því boltinn sigldi örugglega yfir markvörðinn og þaðan í netið. 3-1 fyrir Ísland. Veislunni var ekki lokið því sex mínútum fyrir leikslok komst Alfreð Finnbogason inn í slaka sendingu varnarmanns Þjóðverja sem ætlaði að gefa á markvörðinn sinn. Alfreð þakkaði pent fyrir með því að leika á markvörðinn og skora í tóm markið. Ótrúlegur sigur íslenska liðsins sem hefur skilið Þjóðverja eftir í riðlinum og á virkilega góðan möguleika á því að komast í lokakeppni EM. Ísland-Þýskaland 4-11-0 Birkir Bjarnason (5.) 1-1 Kevin Grosskreutz (49.) 2-1 Gylfi Þór Sigurðsson (53.) 3-1 Kolbeinn Sigþórsson (54.) 4-1 Alfreð Finnbogason (84.) Áhorfendur: 3.200. Dómari: Espen Berntsen, Noregi . Skot (á mark): 9-18 (8-7) Varin skot: Haraldur 6 - Sippel 4 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 9-18 Rangstöður: 0-9 Ísland (4-5-1)Haraldur Björnsson Skúli Jón Friðgeirsson Jón Guðni Fjóluson Hólmar Örn Eyjólfsson kristinn Jónsson Bjarni Þór Viðarsson Eggert Gunnþór Jónsson Birkir Bjarnason (79., Guðlaugur Victor Pálsson) Gylfi Þór Sigurðsson Jóhann Berg Guðmundsson (85., Andrés Már Jóhannesson) Kolbeinn Sigþórsson (72., Alfreð Finnbogason)
Íslenski boltinn Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Ísland nánast öruggt með sæti í umspili um laust sæti á EM Aðeins átta þjóðir keppa um Evrópumeistaratitil undir 21 árs liða í Danmörku á næsta ári. Heimamenn fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu en Ísland er í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 18:15 Bjarni: Allt sem við lögðum upp með gekk upp Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var kampakátur eftir 4-1 sigurinn á Þjóðverjum í dag. Sigurinn fer langt með að tryggja Ísland í umspilsleiki um laust sæti á EM á næsta ári. 11. ágúst 2010 19:45 Haraldur: Stoltur af því að vera hluti af þessu "Þetta var gríðarlega fallegur leikur," sagði markmaðurinn Haraldur Björnsson sem átti góðan leik eins og allt U21 árs landsliðið gegn Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 19:06 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ísland nánast öruggt með sæti í umspili um laust sæti á EM Aðeins átta þjóðir keppa um Evrópumeistaratitil undir 21 árs liða í Danmörku á næsta ári. Heimamenn fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu en Ísland er í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 18:15
Bjarni: Allt sem við lögðum upp með gekk upp Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var kampakátur eftir 4-1 sigurinn á Þjóðverjum í dag. Sigurinn fer langt með að tryggja Ísland í umspilsleiki um laust sæti á EM á næsta ári. 11. ágúst 2010 19:45
Haraldur: Stoltur af því að vera hluti af þessu "Þetta var gríðarlega fallegur leikur," sagði markmaðurinn Haraldur Björnsson sem átti góðan leik eins og allt U21 árs landsliðið gegn Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 19:06