Lífið

Grennast saman

Demi Moore og Ashton Kutcher gera allt saman, líka detox.
Demi Moore og Ashton Kutcher gera allt saman, líka detox.
Demi Moore og eiginmaður hennar, leikarinn Ashton Kutcher, hafa ákveðið að setja heilsuna í fyrsta sæti og eru nú á sérstökum kúr sem á að bæta heilsuna. Kúrinn samanstendur af mikilli hreyfingu og safa búnum til úr sítrónu, cayenne pipar og sýrópi.

Moore deildi þessum upplýsingum með aðdáendum sínum í gegnum Twitter síðu sína. „Annar dagur í hreinsuninni og við hjónin ætlum í fjallgöngu með hundana. Þessi dagur er betri en sá fyrsti. Þetta er allt fyrir heilsuna," sagði hin unglega leikkona á síðu sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.