Lífið

Hulda Dröfn er Skugga Donna

Hulda Dröfn Atladóttir hannar undir heitinu Skugga Donna.
Hulda Dröfn Atladóttir hannar undir heitinu Skugga Donna. Fréttablaðið/Arnþór

Fatahönnuðurinn Hulda Dröfn Atladóttir hannar flíkur og skart undir heitinu Skugga Donna.

Hún útskrifaðist frá Fatahönnunardeild LHí síðasta vor og hefur að eigin sögn hannað af miklum móð frá því í sumarbyrjun.

„Ég snéri mér alfarið að hönnun núna í byrjun sumars og er bara í því þessa dagana. Ég hanna fyrst og fremst kjóla og aðrar flíkur en er aðeins byrjuð að hanna fylgihluti líka. Eins og er reyni ég bara að spila þetta svolítið fingrum fram," útskýrir Hulda Dröfn.

Aðspurð segir Hulda Dröfn að mikil gróska sé í íslenskri fatahönnun um þessar mundir og finnur hún fyrir miklum áhuga á íslenskri hönnun bæði frá Íslendingum sjálfum svo og erlendum ferðamönnum.

Hönnun Huldu Drafnar fæst í versluninni Collective of Young Designers sem staðsett er við Laugaveg 21. -sm


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.