Erlent

Versti pabbi í heimi: Tíu börn með tíu konum á tíu árum

Heillandi pabbi? Eitthvað sjá þær við hann.
Heillandi pabbi? Eitthvað sjá þær við hann.

Keith Mcdonald hefur fengið hið vafasama viðurnefni „versti pabbi í heimi" í breskum fjölmiðlum en hann hefur eignast átta börn með átta konum á átta árum. Tvö börn til viðbótar eru á leiðinni en þau á hann með sitthvorri móðirinni. Þegar þau eru fædd mun hann hafa eignast tíu börn á tíu árum með tíu konum.

Sjálfur er Keith 25 ára gamall og er atvinnulaus. Breska götublaðið The Daily mail reiknast til að verjuleysi Keiths muni kosta breska skattgreiðendur 1,5 milljón punda í uppihald á börnunum næstu 16 árin. Það eru tæplega þrjúhundruð milljónir króna.

Að auki fær Keith sjálfur 44 pund á viku fyrir að vera atvinnulaus.

Keith eignaðist fyrsta barnið sitt fimmtán ára gamall og hefur gert það að nokkurskonar árlegri hefð síðan þá að barna stúlkur.

Samkvæmt Daily mail er fyrsta verk Keiths á morgnanna að fá sér eitt stykki bjór.

Fyrir áhugasama má fræðast frekar um vafasöm ævintýri Keiths hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×