Lífið

Viðurkenndu vandamálið strax

Guðsteinn á 21 árs gamlan son sem er ofvirkur en vegnar mjög vel í dag.  Þess vegna ætlar hann að styrkja ADHD samtökin með þessari hringferð.
Guðsteinn á 21 árs gamlan son sem er ofvirkur en vegnar mjög vel í dag. Þess vegna ætlar hann að styrkja ADHD samtökin með þessari hringferð.

„Fyrir mörgum árum ætlaði ég að hjóla einhvern tímann hringinn svo loksins ákvað ég að láta verða af því," svaraði Guðsteinn Halldórsson, 41 árs smiður, sem ætlar að hjóla hringinn í kringum landið til styrktar ADHD samtökunum.

„Ég fann málefni sem stendur mér nær og valdi það eftir því en ég er búinn að ala upp einn strák sem er ofvirkur þannig að ég þekki málefnið vel og vildi í leiðinni koma því á framfæri eins og ég get,"

„Það vita allir af þessu en það er lítið talað um það. Þetta er svolítið falin fötlun og ég er að reyna að kynna málefnið og samtökin," segir hann.

Áttu góð ráð fyrir foreldra ofvirkra barna? „Já að viðurkenna vandamálið strax ef barnið er greint ofvirkt. Að viðurkenna að þetta er fötlun. Það er oft erfitt fyrir ættingjana að meðtaka þetta. Það er eins og með allt annað þá þarftu að viðurkenna vandamálið til að geta tekist á við það. Það eru fleiri en þitt barn með þetta vandamál og þú getur fengið hjálp," segir Guðsteinn.

„Fyrst var þetta feluleikur hjá okkur en það er bara tóm vitleysa. Það er eins og með önnur vandamál að maður þarf að leita sér hjálpar. Sem betur fer stendur drengurinn okkar sig vel í dag. En ég vil benda fólki á að leita til samtakanna. Þar er fólk sem vinnur að þessu af heilum hug. Heimasíðan hjá þeim er mjög góð til að fá upplýsingar hvert á að leita."-elly@365.is



Guðsteinn mun leggja af stað í dag, 22. júlí, kl. 10 frá Olís við Norðlingahollt. Áætlað er að ferðin muni taka um tvær vikur.

Þeim sem vilja styrkja átakið er bent á styrktarreikning ADHD samtakanna 526 26 405077 kt. 5905881059.

Sjá nánar á Facebook.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.