Körfubolti

Teitur á enn eftir að vinna þjálfarasigur á Suðurnesnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.
Teitur Örlygsson þarf að brjóta blað á þjálfaraferli sínum í Garðabæ ætli hann að koma í veg fyrir að lærisveinar hans í Stjörnunni séu á leið í sumarfrí eftir kvöldið í kvöld. Leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Stjarnan tapaði 64-76 á heimavelli fyrir Njarðvík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express deild karla og Njarðvík kemst í undanúrslitin með sigri í Ljónagryfjunni í kvöld.

Stjörnuliðið hefur nefnilega ekki enn náð að vinna sigur á Suðurnesjum síðan að Teitur Örlygsson tók við liðinu á miðju síðasta tímabili. Stjarnan hefur tapað öllum fjórum útileikjum sínum á móti Njarðvík, Grindavík og Keflavík þar af hafa tvö af þessum töpum komið á móti gamla liði Teits í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Gengi Stjörnunnar á Suðurnesjum undir stjórn Teits

2009-2010

5. mars 2010 Njarðvík-Stjarnan 72-67

19. nóvember 2009 Grindavík-Stjarnan 93-83

15. janúar 2010 Keflavík-Stjarnan 118-83

2008-2009

18. janúar 2009 Njarðvík-Stjarnan 90-76

Samantekt:

4 leikir, 4 töp, 64 stig í mínus






Fleiri fréttir

Sjá meira


×