Enski boltinn

Vidic: Ekkert ósætti við Ferguson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nemanja Vidic í leik með Manchester United.
Nemanja Vidic í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Nemanja Vidic segir ekkert ósætti komið upp á milli hans og Alex Ferguson, stjóra Manchester United.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að Vidic sé að reyna að fá United til að selja sig til Real Madrid. Hann mun til að mynda hafa farið fram á að fá 100 þúsund pund í vikulaun. Ef United myndi hafna því væri möguleiki á því að félagið myndi taka tilboði frá Real.

Vidic meiddist í upphitun fyrir leik United gegn Leeds í ensku bikarkeppninni um helgina en eftir leikinn sagði Ferguson að hann hefði ekki hugmynd um hvað væri að Vidic.

„Þetta kom mér allt mjög á óvart," sagði Vidic í samtali við fjölmiðla í Serbíu. „Allir hjá félaginu vita að samband mitt við Ferguson er mjög gott. Ég er bara meiddur og er það allt og sumt."

„Ég er heldur ekki óánægður hjá félaginu og vona að ég geti byrjað að spila á nýjan leik sem allra fyrst. Ég hef þó fengið þau skilaboð frá læknum að ég muni ekki geta spilað næstu 7-10 dagana."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×