Bábiljur eða bjargráð 22. október 2010 06:00 Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, fer stundum frjálslega með staðreyndir þegar hún ver gjörðir sínar í skipulagsmálum. Nú staðhæfir þessi mæta kona að hálfs árs dráttur hennar á að lýsa sig vanhæfa til að fjalla um aðalskipulag sveitarfélagsins Ölfuss sé eðlileg stjórnsýsla. Var ekki umhverfisráðherra nákvæmlega jafn vanhæfur í apríl þegar málið kom inn á borð í ráðuneytinu og hann lýsir sig loks vera um síðustu mánaðarmót? Forvígismenn skipulagsmála Ölfuss, og skipulagsfulltrúar um land allt, benda á að ráðherra bar að afgreiða málið eigi síðar en í júní, að framkomnum athugasemdum, enda er frestur samkvæmt eðlilegri stjórnsýslu 30 dagar. Vert er árétta að enginn er að biðja ráðherra um afslátt af lögboðnum ferlum, einungis að hann ræki skyldur sínar og vinni vinnuna sína. Ég efa ekki að ráðherra vill standa fast á gildismati Vinstri-grænna og finnst nokkru til fórnandi. Hins vegar er ástandið hér á landi bara svo grafalvarlegt að stjórnmálamenn verða að hefja sig yfir pólitíska bókstafstrú og horfast í augu við raunveruleikann upp á nýtt. Við blasir að þúsundir íslenskra heimila og fyrirtækja eru aðfram komnar af tekjumissi og skuldaklafa. Þeirra helsta bjargráð er tafarlaus endurreisn íslensks atvinnulífs með fjölda nýrra starfa og þeirri innspýtingu í hagkerfið sem hrífur menn úr deyfð og drunga. Til þess þarf að nýta gjöfular orkulindir. Sérstaklega er ástandið alvarlegt hér á Suðurnesjum þar sem 30 til 40% heimila eiga í alvarlegum vanda. Tekjulítið eða tekjulaust fólk horfir fram á holskeflu nauðungaruppboða og engist í þessu ástandi, að ónefndum þeim fjölda fyrirtækja sem eru að leggja árar í bát. Þetta fólk setur fyrst og fremst traust sitt á að álver í Helguvík með sínum 2000 störfum fái að rísa í friði fyrir þeim sem reyna leynt og ljóst að tefja eða koma í veg fyrir uppbyggingu þess. Íslensk álver eru einhver þau umhverfisvænstu í heimi. Þau hafa reynst mikilvægir máttarstólpar í samfélaginu og skapa þúsundum Íslendinga örugga og góða afkomu. Höfum hugfast að það eru tekjurnar af álverum en ekki álverin sjálf sem skipta máli fyrir þjóðina. Ef takast á að endurreisa íslenskt samfélag verða stjórmálamenn að taka saman höndum við atvinnulífið og launþegahreyfinguna og setja atvinnusköpun í raunverulegan forgang. Bjargráð og mannsæmandi lífskjör hljóta að vera verðugra viðfangsefni en pólitískar kreddur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, fer stundum frjálslega með staðreyndir þegar hún ver gjörðir sínar í skipulagsmálum. Nú staðhæfir þessi mæta kona að hálfs árs dráttur hennar á að lýsa sig vanhæfa til að fjalla um aðalskipulag sveitarfélagsins Ölfuss sé eðlileg stjórnsýsla. Var ekki umhverfisráðherra nákvæmlega jafn vanhæfur í apríl þegar málið kom inn á borð í ráðuneytinu og hann lýsir sig loks vera um síðustu mánaðarmót? Forvígismenn skipulagsmála Ölfuss, og skipulagsfulltrúar um land allt, benda á að ráðherra bar að afgreiða málið eigi síðar en í júní, að framkomnum athugasemdum, enda er frestur samkvæmt eðlilegri stjórnsýslu 30 dagar. Vert er árétta að enginn er að biðja ráðherra um afslátt af lögboðnum ferlum, einungis að hann ræki skyldur sínar og vinni vinnuna sína. Ég efa ekki að ráðherra vill standa fast á gildismati Vinstri-grænna og finnst nokkru til fórnandi. Hins vegar er ástandið hér á landi bara svo grafalvarlegt að stjórnmálamenn verða að hefja sig yfir pólitíska bókstafstrú og horfast í augu við raunveruleikann upp á nýtt. Við blasir að þúsundir íslenskra heimila og fyrirtækja eru aðfram komnar af tekjumissi og skuldaklafa. Þeirra helsta bjargráð er tafarlaus endurreisn íslensks atvinnulífs með fjölda nýrra starfa og þeirri innspýtingu í hagkerfið sem hrífur menn úr deyfð og drunga. Til þess þarf að nýta gjöfular orkulindir. Sérstaklega er ástandið alvarlegt hér á Suðurnesjum þar sem 30 til 40% heimila eiga í alvarlegum vanda. Tekjulítið eða tekjulaust fólk horfir fram á holskeflu nauðungaruppboða og engist í þessu ástandi, að ónefndum þeim fjölda fyrirtækja sem eru að leggja árar í bát. Þetta fólk setur fyrst og fremst traust sitt á að álver í Helguvík með sínum 2000 störfum fái að rísa í friði fyrir þeim sem reyna leynt og ljóst að tefja eða koma í veg fyrir uppbyggingu þess. Íslensk álver eru einhver þau umhverfisvænstu í heimi. Þau hafa reynst mikilvægir máttarstólpar í samfélaginu og skapa þúsundum Íslendinga örugga og góða afkomu. Höfum hugfast að það eru tekjurnar af álverum en ekki álverin sjálf sem skipta máli fyrir þjóðina. Ef takast á að endurreisa íslenskt samfélag verða stjórmálamenn að taka saman höndum við atvinnulífið og launþegahreyfinguna og setja atvinnusköpun í raunverulegan forgang. Bjargráð og mannsæmandi lífskjör hljóta að vera verðugra viðfangsefni en pólitískar kreddur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun