Lífið

Danny Glover handtekinn

Lögreglan handtók Danny þegar hann fór yfir línu sem mótmælendur áttu að halda sig á bakvið.
Lögreglan handtók Danny þegar hann fór yfir línu sem mótmælendur áttu að halda sig á bakvið.
Leikarinn Danny Glover er sannkallaður aðgerðasinni sem sýnir það í verki. Á föstudaginn stóð hann vaktina fyrir framan höfuðstöðvar franska matvælaframleiðandans Sodexo í Maryland í Bandaríkjunum.

Glover var þar mættur með fjölda fólks til að mótmæla aðgerðum fyrirtækisins. Nokkrum dögum áður reyndi Sodexo með hörðu að koma í veg fyrir að starfsmenn þess stofnuðu verkalýðsfélag. Glover var á endanum handtekinn þegar hann fór yfir línu sem lögreglan hafði sett utan um mótmælendur.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Danny Glover lætur húmanísk mál sig varða. Skemmst er þess að minnast þegar hann hvatti kynna á Óskarsverðlaunahátíðinni, meðal annars Sean Penn og Quentin Tarantino, til að sneiða framhjá jakkafötum frá Hugo Boss. Ástæðan voru áætlanir fyrirtækisins um að loka verksmiðjum og segja 300 manns upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×