Lífið

Eiður Smári í þyngri kantinum - myndir

Ellý Ármanns skrifar
Eiður Smári tók þátt í Herminator Invitational 2010. MYNDIR/Óskar Pétur Friðriksson.
Eiður Smári tók þátt í Herminator Invitational 2010. MYNDIR/Óskar Pétur Friðriksson.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á árlegu góðgerðargolfmóti Hermanns Hreiðarssonar, Herminator Invitational 2010, sem fram fór í Vestmannaeyjum síðustu helgi.

Skrautlegir búningar litu dagsins ljós og Birkir Kristinsson fékk verðlaun fyrir besta búninginn en Sigurður Bjarnason fékk verðlaun fyrir ljótasta búninginn (fjórða árið í röð).

Hermann Hreiðarsson og Valtýr Björn. MYNDIR/Óskar Pétur Friðriksson.

Kokkalandslið Vestmannaeyinga bauð upp á glæsilegt sjávarréttarhlaðborð á meðan stórskemmtileg verðlaunaafhending fór fram um kvöldið.

Þórhallur Sverrisson og Gylfi Sigurðsson hlutu hinn eftirsótta Herminator bikar og einstaklingsverðlaunin komu í hlut hins gamalkunna Eyjamanns, Ómars Jóhannssonar.

Birkir Kristinsson, Heiðar Helguson og Hermann Hreiðarsson.
Í lok kvöldsins var síðan uppboð sem gekk vonum framar en það ætti að koma í ljós á næstu dögum hvað söfnunin gaf mikið af sér í heild sinni.

Góðgerðarmálefnin sem njóta góðs af mótinu eru: Mæðrastyrksnefnd, Umhyggja, SOS-barnaþorp, Blátt Áfram, Barnaspítali Hringsins og Barnahagur Vestmannaeyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.