Enski boltinn

West Ham býður Joe Cole og Thierry Henry samninga

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Henry í hjólreiðatúr sem var partur af stífum unfirbúningi Frakka fyrir HM.
Henry í hjólreiðatúr sem var partur af stífum unfirbúningi Frakka fyrir HM. GettyImages
West Ham er stórhuga en félagið hefur boðið bæði Thierry Henry og Joe Cole samninga, samkvæmt David Gold önnum aðaleigenda félagsins. Hvorugur er líklegur til að vilja fara þangað.

Báðir eru lausir í sumar á frjálsri sölu og báðir spila á HM í Suður-Afríku. Gold segir möguleikana á að fá Cole 1/10. "Við fáum hann líklega ekki en tilboðið er samt á borðinu," sagði Gold.

"Sömu möguleikar eru á því að Henry komi en við ætlum að reyna. Við höfum talað við hann en það lítur út fyrir að hann fái fleiri samningstilboð," sagði Gold.

Talið er að Henry semji við New York Red Bulls í Bandaríkjunum og Cole líklega við Arsenal þar sem hann vill búa áfram í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×