Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum 8. júlí 2010 06:00 Sakborningar mættu til þingfestingar í fylgd lögreglu eða fangavarða. þeir viðhöfðu mismiklar ráðstafanir til að skýla andlitum sínum eins og myndirnar sýna.Fréttablaðið/vilhelm Tveimur mönnum af fimm, sem ákærðir hafa verið fyrir smygl á tæplega 1,6 kílóum af kókaíni til landsins, er einnig gefið að sök að hafa selt fíkniefni fyrir samtals 8,5 milljónir króna, auk sölu skartgripa fyrir tvær milljónir. Mennirnir fimm, Davíð Garðarsson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Jóhannes Mýrdal, Pétur Jökull Jónasson og Orri Freyr Gíslason, eru sakaðir um að hafa staðið saman að innflutningi á ofangreindu magni kókaíns frá Spáni. Efnin voru falin í þremur töskum sem Jóhannes flutti til landsins með farþegaflugi. Orra Frey og Guðlaugi Agnari er gefið að sök að hafa lagt á ráðin og fjármagnað innflutning efnanna. Orri Freyr fékk svo Davíð til að finna burðardýr. Sá síðarnefndi setti sig í samband við Pétur Jökul, sem fékk Jóhannes til fararinnar. Jafnframt setti Orri Freyr sig í samband í gegnum tölvu við vitorðsmann sem staddur var á Spáni til að gefa honum upp símanúmer Jóhannesar. Orri Freyr lét Davíð hafa um þrjár milljónir króna í evrum sem síðan fóru um hendur Péturs Jökuls til Jóhannesar. Með peningunum átti hann að borga fyrir fíkniefnin. Á Spáni tók Jóhannes við þremur ferðatöskum úr hendi vitorðsmanns og lét hann hafa peningana. Eftir að hann kom heim óku Davíð og Pétur Jökull að heimili hans, þar sem Pétur Jökull sótti efnin og setti í bílinn. Davíð var búinn að afhenda Orra Frey efnin og taka við einni milljón króna til að borga Jóhannesi þegar lögreglan stöðvaði för þeirra. Orri Freyr er auk þessa sakaður um að hafa haft frumkvæði að því að útvega burðardýr í öðru kókaínmáli þar sem reynt var að smygla inn nær 1,8 kílóum af kókaíni eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Styrkur kókaínsins sem reynt var að smygla í því máli var mjög mikill, eða á bilinu 63 til 81 prósent, samkvæmt mælingum Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði. Til samanburðar má geta þess að meðalstyrkur allra kókaínsýna á árunum 2006 til 2008 var 48 prósent. Þessi tvö kókaínmál komu upp með skömmu millibili í apríl og smyglaðferðir voru áþekkar í þeim báðum. Auk þess sem ákæruvaldið krefst refsidóma yfir mönnunum og upptöku fíkniefna og söluágóða er þess krafist að gerðir verði upptækir þrír millilítrar af anabólískum sterum sem lagt var hald á heima hjá Davíð. Davíð og Guðlaugur neituðu sök við þingfestingu, Pétur Jökull játaði að mestu og Orri Freyr og Jóhannes báðu um frest. jss@frettabladid.is Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Tveimur mönnum af fimm, sem ákærðir hafa verið fyrir smygl á tæplega 1,6 kílóum af kókaíni til landsins, er einnig gefið að sök að hafa selt fíkniefni fyrir samtals 8,5 milljónir króna, auk sölu skartgripa fyrir tvær milljónir. Mennirnir fimm, Davíð Garðarsson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Jóhannes Mýrdal, Pétur Jökull Jónasson og Orri Freyr Gíslason, eru sakaðir um að hafa staðið saman að innflutningi á ofangreindu magni kókaíns frá Spáni. Efnin voru falin í þremur töskum sem Jóhannes flutti til landsins með farþegaflugi. Orra Frey og Guðlaugi Agnari er gefið að sök að hafa lagt á ráðin og fjármagnað innflutning efnanna. Orri Freyr fékk svo Davíð til að finna burðardýr. Sá síðarnefndi setti sig í samband við Pétur Jökul, sem fékk Jóhannes til fararinnar. Jafnframt setti Orri Freyr sig í samband í gegnum tölvu við vitorðsmann sem staddur var á Spáni til að gefa honum upp símanúmer Jóhannesar. Orri Freyr lét Davíð hafa um þrjár milljónir króna í evrum sem síðan fóru um hendur Péturs Jökuls til Jóhannesar. Með peningunum átti hann að borga fyrir fíkniefnin. Á Spáni tók Jóhannes við þremur ferðatöskum úr hendi vitorðsmanns og lét hann hafa peningana. Eftir að hann kom heim óku Davíð og Pétur Jökull að heimili hans, þar sem Pétur Jökull sótti efnin og setti í bílinn. Davíð var búinn að afhenda Orra Frey efnin og taka við einni milljón króna til að borga Jóhannesi þegar lögreglan stöðvaði för þeirra. Orri Freyr er auk þessa sakaður um að hafa haft frumkvæði að því að útvega burðardýr í öðru kókaínmáli þar sem reynt var að smygla inn nær 1,8 kílóum af kókaíni eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Styrkur kókaínsins sem reynt var að smygla í því máli var mjög mikill, eða á bilinu 63 til 81 prósent, samkvæmt mælingum Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði. Til samanburðar má geta þess að meðalstyrkur allra kókaínsýna á árunum 2006 til 2008 var 48 prósent. Þessi tvö kókaínmál komu upp með skömmu millibili í apríl og smyglaðferðir voru áþekkar í þeim báðum. Auk þess sem ákæruvaldið krefst refsidóma yfir mönnunum og upptöku fíkniefna og söluágóða er þess krafist að gerðir verði upptækir þrír millilítrar af anabólískum sterum sem lagt var hald á heima hjá Davíð. Davíð og Guðlaugur neituðu sök við þingfestingu, Pétur Jökull játaði að mestu og Orri Freyr og Jóhannes báðu um frest. jss@frettabladid.is
Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira