Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum 8. júlí 2010 06:00 Sakborningar mættu til þingfestingar í fylgd lögreglu eða fangavarða. þeir viðhöfðu mismiklar ráðstafanir til að skýla andlitum sínum eins og myndirnar sýna.Fréttablaðið/vilhelm Tveimur mönnum af fimm, sem ákærðir hafa verið fyrir smygl á tæplega 1,6 kílóum af kókaíni til landsins, er einnig gefið að sök að hafa selt fíkniefni fyrir samtals 8,5 milljónir króna, auk sölu skartgripa fyrir tvær milljónir. Mennirnir fimm, Davíð Garðarsson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Jóhannes Mýrdal, Pétur Jökull Jónasson og Orri Freyr Gíslason, eru sakaðir um að hafa staðið saman að innflutningi á ofangreindu magni kókaíns frá Spáni. Efnin voru falin í þremur töskum sem Jóhannes flutti til landsins með farþegaflugi. Orra Frey og Guðlaugi Agnari er gefið að sök að hafa lagt á ráðin og fjármagnað innflutning efnanna. Orri Freyr fékk svo Davíð til að finna burðardýr. Sá síðarnefndi setti sig í samband við Pétur Jökul, sem fékk Jóhannes til fararinnar. Jafnframt setti Orri Freyr sig í samband í gegnum tölvu við vitorðsmann sem staddur var á Spáni til að gefa honum upp símanúmer Jóhannesar. Orri Freyr lét Davíð hafa um þrjár milljónir króna í evrum sem síðan fóru um hendur Péturs Jökuls til Jóhannesar. Með peningunum átti hann að borga fyrir fíkniefnin. Á Spáni tók Jóhannes við þremur ferðatöskum úr hendi vitorðsmanns og lét hann hafa peningana. Eftir að hann kom heim óku Davíð og Pétur Jökull að heimili hans, þar sem Pétur Jökull sótti efnin og setti í bílinn. Davíð var búinn að afhenda Orra Frey efnin og taka við einni milljón króna til að borga Jóhannesi þegar lögreglan stöðvaði för þeirra. Orri Freyr er auk þessa sakaður um að hafa haft frumkvæði að því að útvega burðardýr í öðru kókaínmáli þar sem reynt var að smygla inn nær 1,8 kílóum af kókaíni eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Styrkur kókaínsins sem reynt var að smygla í því máli var mjög mikill, eða á bilinu 63 til 81 prósent, samkvæmt mælingum Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði. Til samanburðar má geta þess að meðalstyrkur allra kókaínsýna á árunum 2006 til 2008 var 48 prósent. Þessi tvö kókaínmál komu upp með skömmu millibili í apríl og smyglaðferðir voru áþekkar í þeim báðum. Auk þess sem ákæruvaldið krefst refsidóma yfir mönnunum og upptöku fíkniefna og söluágóða er þess krafist að gerðir verði upptækir þrír millilítrar af anabólískum sterum sem lagt var hald á heima hjá Davíð. Davíð og Guðlaugur neituðu sök við þingfestingu, Pétur Jökull játaði að mestu og Orri Freyr og Jóhannes báðu um frest. jss@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Tveimur mönnum af fimm, sem ákærðir hafa verið fyrir smygl á tæplega 1,6 kílóum af kókaíni til landsins, er einnig gefið að sök að hafa selt fíkniefni fyrir samtals 8,5 milljónir króna, auk sölu skartgripa fyrir tvær milljónir. Mennirnir fimm, Davíð Garðarsson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Jóhannes Mýrdal, Pétur Jökull Jónasson og Orri Freyr Gíslason, eru sakaðir um að hafa staðið saman að innflutningi á ofangreindu magni kókaíns frá Spáni. Efnin voru falin í þremur töskum sem Jóhannes flutti til landsins með farþegaflugi. Orra Frey og Guðlaugi Agnari er gefið að sök að hafa lagt á ráðin og fjármagnað innflutning efnanna. Orri Freyr fékk svo Davíð til að finna burðardýr. Sá síðarnefndi setti sig í samband við Pétur Jökul, sem fékk Jóhannes til fararinnar. Jafnframt setti Orri Freyr sig í samband í gegnum tölvu við vitorðsmann sem staddur var á Spáni til að gefa honum upp símanúmer Jóhannesar. Orri Freyr lét Davíð hafa um þrjár milljónir króna í evrum sem síðan fóru um hendur Péturs Jökuls til Jóhannesar. Með peningunum átti hann að borga fyrir fíkniefnin. Á Spáni tók Jóhannes við þremur ferðatöskum úr hendi vitorðsmanns og lét hann hafa peningana. Eftir að hann kom heim óku Davíð og Pétur Jökull að heimili hans, þar sem Pétur Jökull sótti efnin og setti í bílinn. Davíð var búinn að afhenda Orra Frey efnin og taka við einni milljón króna til að borga Jóhannesi þegar lögreglan stöðvaði för þeirra. Orri Freyr er auk þessa sakaður um að hafa haft frumkvæði að því að útvega burðardýr í öðru kókaínmáli þar sem reynt var að smygla inn nær 1,8 kílóum af kókaíni eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Styrkur kókaínsins sem reynt var að smygla í því máli var mjög mikill, eða á bilinu 63 til 81 prósent, samkvæmt mælingum Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði. Til samanburðar má geta þess að meðalstyrkur allra kókaínsýna á árunum 2006 til 2008 var 48 prósent. Þessi tvö kókaínmál komu upp með skömmu millibili í apríl og smyglaðferðir voru áþekkar í þeim báðum. Auk þess sem ákæruvaldið krefst refsidóma yfir mönnunum og upptöku fíkniefna og söluágóða er þess krafist að gerðir verði upptækir þrír millilítrar af anabólískum sterum sem lagt var hald á heima hjá Davíð. Davíð og Guðlaugur neituðu sök við þingfestingu, Pétur Jökull játaði að mestu og Orri Freyr og Jóhannes báðu um frest. jss@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira