Enski boltinn

Maxi Rodriguez orðaður við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maxi Rodriguez í leik með Atletico Madrid.
Maxi Rodriguez í leik með Atletico Madrid. Nordic Photos / AFP

Sky Sports segir að Liverpool hafi hug á að fá miðvallarleikmanninn Maxi Rodriguez í sínar raðir frá Atletico Madrid á Spáni.

Rodriguez er 27 ára gamall Argentínumaður sem hefur ekki fengið að spila mikið með Atletico að undanförnu. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og það er sagt reiðubúið að leyfa honum að fara nú í janúar.

Boca Juniors í heimalandinu er sagt áhugasamt um að fá hann í sínar raðir en líklegast þykir að hann fari til Liverpool.

Rodriguez er til sölu fyrir litla upphæð og því hentar það Rafa Benitez, stjóra Liverpool, vel að fá hann nú til að styrkja leikmannahóp liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×