Lífið

Vilja að pabbi Beyoncé stígi til hliðar

Beyoncé er ekki sátt við pabba sinn.
Beyoncé er ekki sátt við pabba sinn.

Ofurstjarnan Beyoncé Knowles er brjáluð út í föður sinn eftir að upp komst að hann hélt fram hjá móður hennar og eignaðist barn með ástkonu sinni. Beyoncé talar ekki við pabba og það er byrjað að hafa áhrif á feril hennar þar sem hann er og hefur alltaf verið umboðsmaður hennar.

Columbia, útgáfufyrirtæki Beyoncé, hefur nú komið þeim skilaboðum áleiðis að hann stígi til hliðar og hætti sem umboðsmaður. Ef hún ræður sér annan umboðsmann yrði það í fyrsta skipti sem einhver annar en faðir hennar sér um ferilinn.

„Beyoncé er gríðarlega ósátt við föður sinn, enda leit hún ávallt upp til hans,“ er haft eftir heimildamanni í fjölmiðlum vestanhafs. „Hún og móðir hennar eru mjög nánar þannig að þetta var mikið áfall fyrir hana.“

Faðir Beyoncé átti í eins og hálfs árs ástarsambandi við leikkonuna Alexöndru Wright og eignaðist með henni barn á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.