
Aðildarumsókn er tímabær
Þjóðin mun skera úr um þetta mál með þjóðaratkvæði að lyktum. Athugun á aðildarákvæðum annarra aðildarþjóða og á ýmsum ákvæðum aðalsáttmála ESB leiðir í ljós að miklar líkur eru til þess að hugsanlegur aðildarsamningur Íslands geti fullnægt óskum og kröfum þjóðarinnar. Margar fyrirmyndir og hliðstæður eru þegar fyrir hendi í samningum ESB sem benda til þess að réttindum og hagsmunum okkar á sviði fullveldis, gjaldmiðils, sjávarútvegs og landbúnaðar megi fyllilega mæta.
Um þessar mundir takast Evrópuþjóðirnar á við mikinn efnahags- og fjármálavanda - líkt og Íslendingar og margar fleiri þjóðir. Forysta ESB virtist um sinn eiga erfitt með að ná samstöðu um aðgerðir, og líkur benda til að þessi vandræði taki langan tíma framundan. Að miklu leyti er hér um að ræða hliðstæðan eða sams konar vanda og Íslendingar eiga við að stríða, og varla verður séð að þessi vandræði breyti neinu um samskipti okkar við ESB eða um forsendur aðildarumsóknar.
Aftur á móti virðist ljóst að margir hafa gert sér óraunhæfar væntingar um ESB og evruna. Af þeim sökum hafa margir orðið fyrir vonbrigðum og þessi vonbrigði eru að breiðast út. Gengi evrunnar hefur lækkað. Slíkt eflir samkeppnisstöðu Evrópulandanna, en reyndar er evran enn hærra skráð en var framan af. Kjarni evrunnar er Þýskaland, Benelúxlöndin og Frakkland. Til viðbótar skipta Ítalía, Spánn og Pólland mestu. Enginn bilbugur er á þessum þjóðum. Danska krónan er aðeins svæðisbundin fylgiútgáfa evrunnar, og breskir bankar eru aðilar að millibankamarkaði evrópska seðlabankans í Frankfurt.
Mikið hefur verið rætt og ritað um vanda Grikkja. Staða Grikkja er hörmulegt dæmi fyrir okkur sem erum þjóðernissinnar og viljum taka málstað smáþjóðanna. Þeir geta engum öðrum um kennt, hvorki ESB né evrunni. Íslendingar hafa langa og sára reynslu af svipuðum vandamálum frá síðustu öld. Þá fékk íslenskur almenningur kjaraskerðingarnar „sjálfkrafa“ yfir sig með gengisfellingum og óðaverðbólgu. Stjórnvöldin börðust við að „læsa kaupmáttinn inni“ og hindra fólkið í því að geta nýtt sér innfluttar vörur eða ferðast.
Því miður hafa Grikkir frestað aðgerðum og safnað botnlausum skuldum. Þeir njóta þess þó nú að ESB hefur ákveðið að veita þeim mikla aðstoð. Án aðildar að ESB hefði slíkt ekki átt sér stað. Vonandi leiðir þetta þó ekki til þess að allir treysti á björgun „stóra bróður“ í framtíðinni. En ljóst má vera að ESB mun herða skrúfurnar í sameiginlegu reglukerfi til þess að forðast slíkar ógöngur í framtíðinni. Evran er varla orðin áratugargömul, og menn geta lært ýmislegt af því að bera vanda Grikkja saman við vandræðin sem Kalifornía glímir við um þessar mundir. Í Grikklandi brennur einn runni en Kalifornía er skógareldur.
Haustið 2008 gerðu margir ráð fyrir því að evrusamstarfið myndi liðast sundur á nokkrum mánuðum. Reynslan hefur orðið þveröfug. Margt bendir til þess að Evrópumenn séu að vakna af værum væntingum til vitundar um nauðsynlega framtíðarstefnu. Slíkt er tímabært.
Skoðun

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Sandra B. Franks skrifar

Auðbeldi SFS
Örn Bárður Jónsson skrifar

Skjárinn og börnin
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“
Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Opið hús fyrir útvalda
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Af hverju hræðist fólk kynjafræði?
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Hópnauðganir/svartheimar!
Davíð Bergmann skrifar

Valdið og samvinnuhugsjónin
Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

NPA breytti lífinu mínu
Sveinbjörn Eggertsson skrifar

Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Gildi kærleika og mannúðar
Toshiki Toma skrifar

Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar?
Jón Skafti Gestsson skrifar

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar