Alonso: Tímatakan verður jöfn 13. nóvember 2010 05:26 Ökumenn aka við sólsetur í tímatökunni í dag, rétt eins og á æfingum í gær. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso hjá Ferrari er efstur í stigamóti ökumanna fyrir úrslitarimmuna um meistaratitil ökumanna í Abu Dhabi i dag, en tímatakan sem fer fram í dag gæti ráðið miklu um úrslitin í mótinu á sunnudag. Tvær æfingar fór fram í gær og lokaæfing verður á undan tímatökunni á laugardagsmorgun. "Þessi mótshelgi byrjaði vel hjá okkur. Við söfnuðum upplýsingum sem tæknimenn okkar skoða rækilega. Það fyrsta sem er gert á föstudögum er að skoða að allt sé í standi og eiginleikar bílsins sé samsvarandi við það sem við erum búnir á prófa í ökuhermi", sagði Alonso um hvernig menn bera sig að á æfingum áður en kemur að tímatökum. Hann var með sjötta besta tíma í gær, en Lewis Hamilton var með besta aksturstíma dagsins á McLaren. "Við vinnum í því að hámarka möguleika bílsins með því að breyta uppsetningu bílsins og yfirbyggingu til að sjá hvað er hægt að bæta. Við erum þokkalega ánægðir með bílinn. Hann er auðveldur í meðförum, en við getum náð meira út úr honum. Ég geri ráð fyrir að tímatakan verði mjög jöfn og vonandi verðum við nær Red Bull en áður. Það er tilgangslaust að spá í hvernig málin þróast í kappakstrinum. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera og hvernig við útbúum bílinn sem best", sagði Alonso. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er kl. 09.55 á Stöð 2 Sport og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari er efstur í stigamóti ökumanna fyrir úrslitarimmuna um meistaratitil ökumanna í Abu Dhabi i dag, en tímatakan sem fer fram í dag gæti ráðið miklu um úrslitin í mótinu á sunnudag. Tvær æfingar fór fram í gær og lokaæfing verður á undan tímatökunni á laugardagsmorgun. "Þessi mótshelgi byrjaði vel hjá okkur. Við söfnuðum upplýsingum sem tæknimenn okkar skoða rækilega. Það fyrsta sem er gert á föstudögum er að skoða að allt sé í standi og eiginleikar bílsins sé samsvarandi við það sem við erum búnir á prófa í ökuhermi", sagði Alonso um hvernig menn bera sig að á æfingum áður en kemur að tímatökum. Hann var með sjötta besta tíma í gær, en Lewis Hamilton var með besta aksturstíma dagsins á McLaren. "Við vinnum í því að hámarka möguleika bílsins með því að breyta uppsetningu bílsins og yfirbyggingu til að sjá hvað er hægt að bæta. Við erum þokkalega ánægðir með bílinn. Hann er auðveldur í meðförum, en við getum náð meira út úr honum. Ég geri ráð fyrir að tímatakan verði mjög jöfn og vonandi verðum við nær Red Bull en áður. Það er tilgangslaust að spá í hvernig málin þróast í kappakstrinum. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera og hvernig við útbúum bílinn sem best", sagði Alonso. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er kl. 09.55 á Stöð 2 Sport og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira