Enski boltinn

Joe Cole ætti að spila á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole í leik með Liverpool fyrr í haust.
Joe Cole í leik með Liverpool fyrr í haust. Nordic Photos / Getty Images
Allt útlit er fyrir að Joe Cole muni spila sinn fyrsta leik í fimm vikur er Liverpool mætir Steaua Búkarest í Evrópudeild UEFA á morgun.

Cole meiddist í leik gegn Bolton í lok október en er í nítján manna leikmannahópnum sem fór til Rúmeníu í dag.

Þeir Fernando Torres, Dirk Kuyt, Raul Mereiles, Glen Johnson og Paul Konchesky urðu hins vegar allir eftir heima.

Steven Gerrard og Jamie Carragher eru frá vegna meiðsla en bakvörðurinn John Flanagan er í fyrsta sinn í aðalliðinu. Hann hefur aðeins leikið með varaliði Liverpool hingað til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×