Lífið

Salma sigraðist á tölvuóttanum

Salma Hayek hefur loksins lært á tölvu.
Salma Hayek hefur loksins lært á tölvu.
Salma Hayek hefur tekist með hjálp eiginmanns síns, Francois-Henri Pinault, að sigrast á heldur hvimleiðum vanda. Mexíkóska leikkonan hefur nefnilega aldrei lært að kveikja á tölvu, hvað þá að vinna á slíka gripi. En nú er öldin önnur.

„Ég lærði á tölvu í síðustu viku," sagði Salma, heldur ánægð með sjálfa sig.

„Eiginmaðurinn byrjaði að kenna mér á tölvu og ég finn núna hversu mikið þetta auðveldar manni lífið," útskýrir leikkonan og bætir því við að aðalgulrótin hafi verið sú staðreynd að hægt sé að spila Sudoku á nýju iPad-tölvurnar.

„Þannig að ég byrjaði á því að læra hvernig maður spilar Sudoku og fikraði mig síðan áfram."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.