Lífið

Óvænt tónleikaferð

Söngkonan ætlar í tónleikaferð sem sækir innblástur í uppvöxt hennar í New York-borg.
Söngkonan ætlar í tónleikaferð sem sækir innblástur í uppvöxt hennar í New York-borg.
Madonna er sögð ætla í nýja tónleikaferð sem sækir innblástur í uppvöxt hennar í New York-borg. Söngkonan er þessa dagana að hnýta lausa enda áður en tilkynning þess efnis fer í loftið. Tónleikaferðin á að hefjast í haust og standa yfir í hálft ár. Madonna hélt prufur í London í síðustu viku fyrir dansara sem eiga að taka þátt í ferðinni og gengu þær vel. „Þetta verður stærsta og óvæntasta tónleikaferð hennar til þessa,“ sagði heimildarmaður. „Hún ætlar að snúa sér að rótum sínum úr New York með hip hop-áhrifum og leggur mikla áherslu á flott dansatriði.“

Síðustu tónleikaferð Madonnu, Sticky & Sweet, lauk í Tel Aviv í september í fyrra. Söngkonan þénaði hvorki meira né minna en 408 milljónir dollara á henni, eða tæpa fimmtíu milljarða króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.