Fótbolti

Eto'o: Vinnum Chelsea og bikarinn er okkar

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Eto'o er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Chelsea.
Eto'o er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Chelsea. Nordic photos/AFP
Samuel Eto'o, framherji Inter, hefur varað Chelsea við sóknarbolta er liðin mætast í Meistaradeild evrópu í næstu viku.

Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri lærisveina Jose Mourinho en Eto'o segir að öll pressan verði á Chelsea-liðinu í seinni leiknum.

„Hver einasta mínúta sem líður í leiknum án þess að þeir ná að skora mun auka pressuna á þeim og þeir munu koma til með að finna það".

„Það þýðir samt ekki að við munum spila varnarbolta. Það yrðu mistök að gera það. Svo að við ætlum að sækja á þá alveg frá byrjun og ég hef trú á því að við förum alla leið og vinnum bikarinn," sagði Eto'o bjartsýnn.

Eto'o hefur látið félaga sinn hjá Chelsea hann Didier Drogba vita að þeir þurfi að eiga sinn besta leik á tímabilinu ef þeir ætla að sigra Inter-liðið.

„Ég hef sagt Didier Drogba að við munum skapa mikil vandræði fyrir þá og þeir þurfi að eiga stjörnuleik ef þeir ætla að vinna okkur. Ég hefði viljað að þessi leikur væri úrslitaleikurinn á Bernabeu í Mai, en við erum ekki hræddir við Chelsea," sagði Eto'o sem ætlar alla leið með lið sitt í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×