Lífið

Lætur montrassana eiga sig

Jessica Biel. MYND/Cover Media
Jessica Biel. MYND/Cover Media

Leikkonan Jessica Biel, 28 ára, þolir ekki yfirborðskennda karlmenn en hún er hrifin af mönnum sem eru metnaðarfullir og framkvæma hlutina í staðinn fyrir að tala sífellt um hvað þeir eru frábærir.

Jessica hefur verið á föstu með Justin Timberlake, 29 ára, undanfarin 3 ár og segist vera sátt í sambandinu þrátt fyrir háværar raddir um að þau séu að hætta saman.

„Ég er hrifin af karlmönnum með sjálfstraust en montrassana læt ég eiga sig. Karlmenn sem eru fyndnir og taka sjálfa sig ekki of alvarlega eru að mínu skapi. Að hlæja og hafa gaman er mikilvægt," sagði Jessica.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.