Handbolti

Íslendingar mæta Frökkum í úrslitaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frakkinn Nikola Karabatic skorar hér á móti Íslendingum í úrslitaleik Ólympíuleikanna.
Frakkinn Nikola Karabatic skorar hér á móti Íslendingum í úrslitaleik Ólympíuleikanna. Mynd/AFP

Frakkar unnu öruggan 17 marka sigur á Brasilíumönnum, 37-20, í seinni undanúrslitaleik hraðmótsins í Bercy-höllinni í Frakklandi. Strákarnir okkar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á Spánverjum fyrr í dag.

Frakkar voru 18-12 yfir í hálfleik og sigurinn var aldrei í hættu á móti Suður-Ameríkumeisturunum. Guillaume Joli var markahæstur hjá liðinu með 6 mörk en sex leikmenn skoruðu fjögur mörk eða fleiri.

Íslendingar mæta því Frökkum í úrslitaleiknum sem hefst klukkan 15.30 að íslenskum tíma á morgun en þetta verður síðasti leikur beggja þjóða fyrir Evrópumótið í Austurríki sem hefst á þriðjudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×