Viðskipti erlent

Svissneskur franki ekki lengur flóttaleið í óvissuástandi

Sókn alþjóðlegra fjárfesta í gjaldmiðlana Kanadadollar og jen er hefðbundin flóttaleið í óvissuástandi, en svissnenskur franki er vanalega einnig í þeim hópi. Nú hafa fjárfestar forðast hann vegna tengsla við Evrópu.

Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar segir að mikil ólga er á mörkuðum sökum skuldavanda nokkurra ríkja í Evrópu. Gríðarstór björgunarsjóður sem Evrópusambandið og AGS hafa samþykkt að koma á fót hefur ekki náð að stoppa lækkunarhrinuna.

Evran er nánast í frjálsu falli gagnvart dollar og veiktist um 3,11% í síðustu viku og hefur lækkað um 9,5% á einum mánuði. Að björgunarpakkinn dugi ekki til að stöðva lækkunina, þrátt fyrir að töluverð leiðrétting hafi átt sér stað, bendir til þess að fjárfestar telji að enn sé óhreint mjöl í pokahorninu.

Krónan hefur staðið þetta nokkuð vel af sér en hefur þó gefið eftir eins og flestir gjaldmiðlar gagnvart Kanadadollar og japönsku jeni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×