Fótbolti

Stuðningsmenn Hertha réðust inn á völlinn eftir tapið í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Reiðir stuðningsmenn Herthu Berlin.
Reiðir stuðningsmenn Herthu Berlin. Mynd/Getty Images
Leikmenn, þjálfarar og dómarar máttu þakka fyrir að sleppa undan reiðum stuðningsmönum Herthu Berlin sem réðust inn á völlinn eftir 1-2 tap liðsins á móti Nurnberg á Ólympíuleikvanginum í Berlín í gær.

Margir þessara stuðningsmanna Herthu Berlin voru vopnaðir stálrörum og tilbúnir í alvöru átök en engar fréttir eru þó af meiðslum manna í þessum hamagangi.

„Svona hegðun á ekki heima á Ólympíuvanginum," sagði Friedhelm Funkel, þjálfari Herthu við blaðamenn eftir leikinn.

Nurnberg skoraði sigurmarkið í leiknum í uppbótartíma og komst fyrir vikið upp úr fallsæti. Hertha Berlin situr í neðsta sæti deildarinnar þar sem liðið hefur verið síðan um miðjan september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×