Glitnir hélt upplýsingum leyndum fyrir FME 12. maí 2010 09:23 Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis. Þetta kemur fram í stefnu þeirri sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram við dómstól í New York og birt er á heimasíðu slitastjórnar. Í stefnunni segir m.a. að skýrslur Glitnis til FME á tímabilinu júní til desember 2007 hafi verið falsaðar. Í þeim hafi ekki komið fram allir þeir aðilar sem tengdir voru Glitni beint og óbeint. Ekki hafi komið fram réttar upphæðir í dollurum og ekki hafi komið fram að aðilar sem tengdust Glitni hafi einnig verið tengdir innbyrðis. Í skýrslu Glitnis frá því í lok júní 2007 kemur fram að lán bankans til Baugs hafi þá numið 12,5% af eigin fé bankans. Þetta sé ekki rétt þar sem ekki er getið um aðila sem tengdust Jóni Ásgeiri Jóhannessyni sem svo aftur tengdust allir Baugi. Ef Glitnir hefði lagt fram réttar upplýsingar hefði komið í ljós að lán þessi í heild jafngiltu 27,8% af eigin fé bankans. Í septemberskýrslu Glitnis til FME þetta ár var einnig um rangfærslur að ræða hvað varðar umfang lána til Jóns Ásgeirs og tengdra aðila, þ.e. Baugs, FL Group og Landic. Ef réttar uplýsingar hefðu verið gefnar í þessari skýrslu átti að koma þar fram að þessi lán voru samtals 56,4% af eigin fé bankans sem er langt umfram það sem leyfilegt er. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis. Þetta kemur fram í stefnu þeirri sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram við dómstól í New York og birt er á heimasíðu slitastjórnar. Í stefnunni segir m.a. að skýrslur Glitnis til FME á tímabilinu júní til desember 2007 hafi verið falsaðar. Í þeim hafi ekki komið fram allir þeir aðilar sem tengdir voru Glitni beint og óbeint. Ekki hafi komið fram réttar upphæðir í dollurum og ekki hafi komið fram að aðilar sem tengdust Glitni hafi einnig verið tengdir innbyrðis. Í skýrslu Glitnis frá því í lok júní 2007 kemur fram að lán bankans til Baugs hafi þá numið 12,5% af eigin fé bankans. Þetta sé ekki rétt þar sem ekki er getið um aðila sem tengdust Jóni Ásgeiri Jóhannessyni sem svo aftur tengdust allir Baugi. Ef Glitnir hefði lagt fram réttar upplýsingar hefði komið í ljós að lán þessi í heild jafngiltu 27,8% af eigin fé bankans. Í septemberskýrslu Glitnis til FME þetta ár var einnig um rangfærslur að ræða hvað varðar umfang lána til Jóns Ásgeirs og tengdra aðila, þ.e. Baugs, FL Group og Landic. Ef réttar uplýsingar hefðu verið gefnar í þessari skýrslu átti að koma þar fram að þessi lán voru samtals 56,4% af eigin fé bankans sem er langt umfram það sem leyfilegt er.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira