Viðskipti innlent

Landsbankinn handstýrði virði Iceland Group

Malcolm Walker, forstjóri matvörukeðjunnar Iceland Group, brosir út að eyrum. Landsbankinn hækkaði virði félagsins í bókum sínum þvert á markaðsþróun.
Malcolm Walker, forstjóri matvörukeðjunnar Iceland Group, brosir út að eyrum. Landsbankinn hækkaði virði félagsins í bókum sínum þvert á markaðsþróun.

Landsbankinn hækkaði verð á hlutabréfum bresku matvöruverslunarinnar Iceland Food Group um sextíu prósent á sama tíma og verð lækkaði á sambærilegum fyrirtækjum. Hækkunin jók bókfærðan hagnað bankans á fyrri helmingi 2008 um átta milljarða króna.

Fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að verð óskráðra eigna Landsbankans var hækkað í reikningum hans á sama var hækkað á sama tíma og markaðsverð eigna á Vesturlöndum var almennt á niðurleið. Bent er á það í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að svo hafi verið í lok árs 2007 og allt þar til bankinn féll.

Nefndin segir að þegar horft sé til þess að eignaverð hafi almennt farið lækkandi í heiminum á sama tíma veki hækkun á bréfum Icelandic Group í bókum Landsbankans athygli. Þar með hafi áhrif færslurnar verið til að auka hagnað bankans á fyrsta árshelmingi 2008.

Bent er á að virði Iceland Food Group hafi aukist um ríflega 60 prósent í bókum Landsbankans. Á sama tíma lækkaði verð hlutabréfa bresku matvörukeðjunnar Tesco um 16 prósent, fataverslunarinnar Marks & Spencer um 50 prósent frá desember 2007 til júní 2008.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×