Enski boltinn

Aaron Ramsey búinn að skrifa undir nýjan samning við Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Ramsey í leiknum afdrifaríka á móti Stoke.
Aaron Ramsey í leiknum afdrifaríka á móti Stoke. Mynd/AFP
Velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey er búinn að skrifa undir nýjan langtíma samning við Arsenal aðeins ári eftir að hann gekk frá nýjum samningi við enska félagið.

Aaron Ramsey sem er aðeins 19 ára gamall, er enn að ná sér eftir að hafa fótbrotnað illa á síðasta tímabili. Hann skoraði 4 mörk í 29 leikjum á tímabilinu áður en hann meiddist illa í leik á móti Stoke í febrúar.

„Ég er mjög ánægður hjá Arsenal. Þetta er frábær klúbbur og ég er búinn að læra mikið síðan að ég kom hingað," sagði Aaron Ramsey sem kom til Arsenal frá Cardiff fyrir 5 milljónir punda sumarið 2008.

Aaron Ramsey var orðinn fastamaður á miðju Arsenal þegar Ryan Shawcross tæklaði hann það illa að tvíbrotnaði á hægri fæti 27. ferbúar síðastliðinn. Hann verður að vinna sig út úr þessum slæmu meiðslum fram á næsta ár.

„Ég tel að ég get bætt mig mikið sem knattspyrnumaður og ég er á réttum stað til þess. Ég hef stuðning stjórans og spila með hæfileikaríkum leikmönnum. Ég er sannfærður um að ferillinn minn hefji sig til flugs á næstu árum og þetta eru spenanndi tími til að vera leikmaður Arsenal," sagði Ramsey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×