Enski boltinn

Modric skrifar undir hjá Tottenham til 2016

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Luka Modric í leik með Tottenham gegn Portsmouth.
Luka Modric í leik með Tottenham gegn Portsmouth. GettyImages
Luka Modric hefur skrifað undir sex ára samning við Tottenham. Hann er nú samningsbundinn Lundúnarfélaginu til ársins 2016. Modric hefur verið orðaður við Manchester United undanfarið en hann gaf það strax út að hann hefði engan áhuga á að færa sig um set. Modric er lykilmaður hjá Tottenham en hann kom til félagsins fyrir tveimur árum frá Dinamo Zagreb.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×