Enski boltinn

Zlatan og Ancelotti hittust á hóteli í Miami - á leið til Chelsea?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic fagnar hér spænska titlinum með Thierry Henry.
Zlatan Ibrahimovic fagnar hér spænska titlinum með Thierry Henry. Mynd/AFP
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hefur verið orðaður við ensku meistarana í Chelsea eftir að sást til hans og stjórans Carlo Ancelotti saman á hóteli í Miami í Bandaríkjunum þar sem þeir eru báðir í sumarfríi.

Zlatan Ibrahimovic og fimm vinir hans voru þangað komnir í skemmtiferð og Carlo Ancelotti framlengdi dvöl sína til þess að hitta á Zlatan.

Zlatan hefur einnig verið orðaður við Manchester City en það þykir líklegt að hann yfirgefi Barcelona fyrst að félagið keypti David Villa frá Valencia. Zlatan byrjaði vel með Barca en skilaði ekki mörgum mörkum á lokasprettinum. Hann endaði engu að síður með 16 mörk og 8 stoðsendingar í 29 leikjum.

Zlatan Ibrahimovic hefur orðið meistari með sínu liði sjö tímabil í röð. Hann vann titilinn með Ajax 2004, með Juventus 2005 og 2006, með Internazionale 2007, 2008 og 2009 og loks með Barcelona á þessu tímabili. Titlarnir með Juve voru reyndar seinna dæmdir af félaginu vegna stóra mútumálsins.

Þrátt fyrir þessa miklu velgengni þá á Zlatan það sameiginlegt með Chelsea að hafa aldrei unnið Meistaradeildina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×