Fótbolti

Maradona vill halda upp á fimmtugsafmælið sitt í Napolíborg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Mynd/AP
Diego Maradona ætlar að taka áhættuna á því að lenda aftur í skattayfirvöldum á Ítalíu þar sem að hann vill endilega halda upp á fimmtugsafmælið í Napolíborg. Maradona verður fimmtugur 30. október næstkomandi.

Maradona vill halda upp á hálfrar aldar afmælið sitt með því að spila góðgerðaleik í Napolí með liðinu sem vann með honum ítalska meistaratitilinn 1987 og 1990.

„Ég vil faðma fólkið á ný. Ég átti mín bestu ár þarna," sagði Diego Maradona í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport.

Maradona skuldar mikið í skatta síðan að hann lék með Napolí á árunum 1984 til 1991. Þegar hann kom síðast til Ítalíu gerði ítalska lögreglan upptæka eyrnalokka að virði 4000 evra eða um 607 þúsund íslenskra króna. Maradona var þá mættur á heilsuhæli á Norður-Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×