Fótbolti

Luciano Moggi: AC Milan, Inter og Fiorentina detta öll úr Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luciano Moggi og Marcello Lippi.
Luciano Moggi og Marcello Lippi. Mynd/AFP
Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus og mikill áhrifamaður innan ítalska fótboltans í mörg ár, hefur ekki mikla trú á ítölsku liðunum AC Milan, Inter og Fiorentina í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Moggi segir að gæði ítalska boltans séu á niðurleið í samanburði við þann enska og spænska. AC Milan mætir Manchester United á morgun, Fiorentina spilar við Bayern Munchen á miðvikudaginn og Inter mætir Chelsea í næstu viku.

„Meistaradeildin hefst á nýjan leik í þessari viku og ég get ekki séð að ítalski fótboltinn sé lengur samkeppnishæfur meðal bestu fótboltaliða heima," sagði Luciano Moggi við Gold Sport og bætti síðan við:

„Við getum talist heppin ef eitt okkar liða kemst áfram," sagði Moggi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×