Handbolti

Lackovic slasaðist á diskóteki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Blazenko Lackovic, til vinstri.
Blazenko Lackovic, til vinstri. Nordic Photos / AFP
Króatíski landsliðsmaðurinn Blazenko Lackovic varð fyrir því óláni að slasast á hendi þegar hann var að skemmta sér með félögum sínum á diskóteki í Hamburg, eftir því að kemur fram í þýskum fjölmiðlum.

Lackovic skar sig á vinstri hendi og þurfti að sauma átta spor til að loka sárinu. Sem betur fer kastar hann með hægri höndinni og skaðinn því ekki jafn mikill og hann hefði getað orðið.

„Ég var óheppinn. Það var einhver sem rakst á mig þannig að ég missti jafnvægið. Ég setti höndina á borðið til að styðja við mig og skar mig á glerbroti," sagði Lackovic við króatíska fjölmiðla.

Þess má geta að leikmenn fengu leyfi til að fara út að skemmta sér um helgina. „Við vorum bara í tvær klukkustundur og það varð enginn okkar drukkinn," sagði hann en leikmenn voru að fagna því að Lackovic var nýbúinn að eignast son auk þess sem nýliðar í landsliðinu voru vígðir inn í hópinn með því að láta þá syngja opinberlega.

Lackovic er byrjaður að æfa á nýjan leik og segir að hann muni spila á EM í Austurríki sem hefst í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×