Handbolti

Þjóðverjar unnu Brasilíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Müller fer hér í gegnum brasilísku vörnina í gær.
Michael Müller fer hér í gegnum brasilísku vörnina í gær. Nordic Photos / Bongarts
Þýskaland lék í gær sinn síðasta leik fyrir EM í handbolta sem hefst í Austurríki í næstu viku. Þjóðverjar unnu þá öruggan sigur á Brasilíu í Mannheim, 34-22.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og spennandi en Þjóðverjar náðu þó þriggja marka forystu, 17-14, fyrir leikhlé. Þeir tóku svo öll völd á vellinum í síðari hálfleik og fögnuðu öruggum sigri.

Brasilía tekur næst þátt í æfingamóti í Frakklandi um helgina ásamt heimamönnum, Spáni og Íslandi. Ísland mun fyrst mæta Spánverjum á laugardaginn og svo annað hvort Frakklandi eða Brasilíu á sunnudag.

Uwe Gensheimer, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, átti stórleik og skoraði alls tíu mörk úr tíu skotum í leiknum. Hann lék ekki með Þýskalandi í æfingaleikjunum gegn Íslandi um síðustu helgi vegna meiðsla.

Gensheimer er einn þeirra sextán leikmanna sem Brand hefur valið í þýska landsliðshópinn sem fer til Austurríkis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×