Enski boltinn

Benitez þakklátur fyrir jafnteflið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benitez fórnaði oft höndum í dag.
Benitez fórnaði oft höndum í dag.

„Mér er mikið létt," sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool, eftir að lið hans hafði marið jafntefli gegn 1. deildarliði Reading í enska bikarnum í dag.

Reading þjarmaði hraustlega að Liverpool í leiknum og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Liverpool mátti að lokum þakka fyrir jafntefli.

„Að spila í sjónvarpinu sem og gegn Liverpool kveikti greinilega í Reading. Þeir spiluðu mjög vel. Þeir létu okkur hafa fyrir hlutunum með miklum dugnaði og baráttu. Þetta var afar erfiður leikur og það jákvæðasta er að við fáum annan leik á Anfield," sagði Benitez auðmjúkur eftir leik en hann tefldi fram sterku liði í dag en bæði Gerrard og Torres voru í byrjunarliði Liverpool.

Benitez bætti síðan hvað varðar leikmannamálin að það yrði erfitt að fá leikmenn og hann segist enn fremur vilja halda Ryan Babel hjá liðinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×