Sigraðist á sorginni í skóm látinnar móður garðar örn úlfarsson skrifar 1. júlí 2010 07:15 Margbæta þurfti gönguskó móður Guðrúnar Guðmundsdóttur áður en göngunni yfir Ísland lauk á Fonti á Langanesi um síðustu helgi. Guðrún Guðmundsdóttir heiðraði minningu látinnar móður sinnar með því að ganga í skóm hennar frá Reykjanestá að Fonti. Faðir Guðrúnar lést daginn fyrir upphaf eins áfangans. Fyrir hvatningu ferðafélaganna hélt hún þó sínu striki. „Við vorum mjög nánar og mér finnst það hafa hjálpað mér að vera í hennar skóm,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, sem gekk í skóm móður sinnar 732 kílómetra leið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Leiðin sem Guðrún gekk á vegum Útivistar ásamt félögum sínum var farin í mislöngum áföngum frá því í mars 2008 og lauk síðastliðinn laugardag með sex daga göngu frá Ásbyrgi að Fonti. Ellefu manna hópur gekk alla áfangana saman. Ferðalagið hafði sérstaka persónulega þýðingu fyrir Guðrúnu.Guðrún Guðmundsdóttir Komin heim með skóna hennar mömmu.„Í mínum huga var þetta minningarganga um Þorgerði Einarsdóttur, móður mína, sem lést árið 2006. Þannig að ég tók hennar gönguskó og gekk í þeim alla leiðina, hvert einasta skref. Þetta var ákveðin leið til að hjálpa mér í gegnum sorgarferlið - að vera úti í náttúrunni, í kyrrðinni,“ útskýrir Guðrún sem ásamt félögum sínum upplifði náttúruna frá öllum mögulegum sjónarhornum. Hópurinn óð yfir Þjórsá, klöngraðist yfir hinn margsprungna Múlajökul, gekk um stærstu eyðimörk landsins og naut líka fuglalífsins og gróðursins. Í ágúst í fyrra var á dagskrá að ganga frá Herðubreiðarlindum niður í Ásbyrgi um Jökulsárgljúfrin. Daginn áður lést faðir Guðrúnar, Guðmundur Marinósson. Hún segist strax hafa hugsað að í ferðina gæti hún ekki farið. Fararstjórarnir hafi hins vegar hringt í hana um kvöldið og stappað í hana stálinu. „Þau sögðu mér að drífa mig því hvað væri betra en að vera úti í náttúrunni og íhuga í friði og spekt? Þannig að ég lét slag standa og er glöð með það núna því þá náði ég þessum áfanga, að því er ég myndi segja með staðfestu foreldra minna í farteskinu,“ segir Guðrún. Staðfesta og einbeiting er að sögn Guðrúnar einmitt undirstaðan að því að hafa aldrei misst sjónar á settu marki. Eiginmaður hennar, Rúnar Helgi Vignisson, sem tekið hafi þátt í stórum hluta göngunnar hafi til dæmis eitt sinn boðið henni til Stokkhólms. Sú ferð hefði þýtt að Guðrún hefði tapað einni dagleiðinni. „Ég sagði: því miður - ég þarf að fara í gönguna.“ Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Guðrún Guðmundsdóttir heiðraði minningu látinnar móður sinnar með því að ganga í skóm hennar frá Reykjanestá að Fonti. Faðir Guðrúnar lést daginn fyrir upphaf eins áfangans. Fyrir hvatningu ferðafélaganna hélt hún þó sínu striki. „Við vorum mjög nánar og mér finnst það hafa hjálpað mér að vera í hennar skóm,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, sem gekk í skóm móður sinnar 732 kílómetra leið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Leiðin sem Guðrún gekk á vegum Útivistar ásamt félögum sínum var farin í mislöngum áföngum frá því í mars 2008 og lauk síðastliðinn laugardag með sex daga göngu frá Ásbyrgi að Fonti. Ellefu manna hópur gekk alla áfangana saman. Ferðalagið hafði sérstaka persónulega þýðingu fyrir Guðrúnu.Guðrún Guðmundsdóttir Komin heim með skóna hennar mömmu.„Í mínum huga var þetta minningarganga um Þorgerði Einarsdóttur, móður mína, sem lést árið 2006. Þannig að ég tók hennar gönguskó og gekk í þeim alla leiðina, hvert einasta skref. Þetta var ákveðin leið til að hjálpa mér í gegnum sorgarferlið - að vera úti í náttúrunni, í kyrrðinni,“ útskýrir Guðrún sem ásamt félögum sínum upplifði náttúruna frá öllum mögulegum sjónarhornum. Hópurinn óð yfir Þjórsá, klöngraðist yfir hinn margsprungna Múlajökul, gekk um stærstu eyðimörk landsins og naut líka fuglalífsins og gróðursins. Í ágúst í fyrra var á dagskrá að ganga frá Herðubreiðarlindum niður í Ásbyrgi um Jökulsárgljúfrin. Daginn áður lést faðir Guðrúnar, Guðmundur Marinósson. Hún segist strax hafa hugsað að í ferðina gæti hún ekki farið. Fararstjórarnir hafi hins vegar hringt í hana um kvöldið og stappað í hana stálinu. „Þau sögðu mér að drífa mig því hvað væri betra en að vera úti í náttúrunni og íhuga í friði og spekt? Þannig að ég lét slag standa og er glöð með það núna því þá náði ég þessum áfanga, að því er ég myndi segja með staðfestu foreldra minna í farteskinu,“ segir Guðrún. Staðfesta og einbeiting er að sögn Guðrúnar einmitt undirstaðan að því að hafa aldrei misst sjónar á settu marki. Eiginmaður hennar, Rúnar Helgi Vignisson, sem tekið hafi þátt í stórum hluta göngunnar hafi til dæmis eitt sinn boðið henni til Stokkhólms. Sú ferð hefði þýtt að Guðrún hefði tapað einni dagleiðinni. „Ég sagði: því miður - ég þarf að fara í gönguna.“
Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira