Stefnir skilanefnd fyrir ærumeiðingar 9. apríl 2010 06:00 Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar að stefna skilanefndinni. Mynd/ Anton. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu hennar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum. „Þessi stefna virðist eingöngu hafa það markmið að vera mannorðsmeiðandi," segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann ætlar að krefjast þess að stefnunni verði vísað frá dómi, enda sé hún uppfull af rangindum. Jón segir enga tilviljun að stefnan komi fram núna. Hún komi vísvitandi fram þegar stutt sé í birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir hrunsins. Jón þvertekur fyrir að hafa hagnast persónulega á láni Glitnis til Fons, félags Pálma Haraldssonar. Hann segir að tjón Glitnis hefði aldrei geta orðið sex milljarðar króna þrátt fyrir að bankinn hafi lánað Fons þá upphæð, 4,8 milljarðar af láninu hafi aldrei farið út úr Glitni, heldur hafi verið notaðir til að greiða upp skuldir. Einn milljarð hafi Pálmi notað til að greiða upp skuld við Kaupþing í Lúxemborg. Í stefnunni er vitnað í tölvupóst Jóns til Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Þar ýtir Jón á eftir því að málum sé lokið, og segir að lokum: „Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður [Glitnis banka]." Jón þvertekur fyrir að hann hafi með þessu verið að hóta Lárusi, og segir þessa setningu hafa verið grín. Það hafi verið augljóst á tölvupóstinum, enda broskarl fyrir aftan ummælin. Broskarlinn hafi hins vegar verið klipptur út í stefnu Glitnis til að gera setninguna tortryggilega. Lán Glitnis til Fons var lánað áfram, og notað til að kaupa hlut Fons í breska skartgripafyrirtækinu Aurum Holding Limited. Jón Ásgeir hafnar því algerlega sem fram kemur í stefnunni að fyrirtækið Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. Hann vísar til verðmats Capacent á fyrirtækinu því til staðfestingar. Þá hafi tilboð upp á sex milljarða komið frá fyrirtæki í Dubaí. Þess ber að geta að Jón Ásgeir er eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda fjölmiðlafyrirtækisins 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið. - bj Aurum Holding málið Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu hennar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum. „Þessi stefna virðist eingöngu hafa það markmið að vera mannorðsmeiðandi," segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann ætlar að krefjast þess að stefnunni verði vísað frá dómi, enda sé hún uppfull af rangindum. Jón segir enga tilviljun að stefnan komi fram núna. Hún komi vísvitandi fram þegar stutt sé í birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir hrunsins. Jón þvertekur fyrir að hafa hagnast persónulega á láni Glitnis til Fons, félags Pálma Haraldssonar. Hann segir að tjón Glitnis hefði aldrei geta orðið sex milljarðar króna þrátt fyrir að bankinn hafi lánað Fons þá upphæð, 4,8 milljarðar af láninu hafi aldrei farið út úr Glitni, heldur hafi verið notaðir til að greiða upp skuldir. Einn milljarð hafi Pálmi notað til að greiða upp skuld við Kaupþing í Lúxemborg. Í stefnunni er vitnað í tölvupóst Jóns til Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Þar ýtir Jón á eftir því að málum sé lokið, og segir að lokum: „Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður [Glitnis banka]." Jón þvertekur fyrir að hann hafi með þessu verið að hóta Lárusi, og segir þessa setningu hafa verið grín. Það hafi verið augljóst á tölvupóstinum, enda broskarl fyrir aftan ummælin. Broskarlinn hafi hins vegar verið klipptur út í stefnu Glitnis til að gera setninguna tortryggilega. Lán Glitnis til Fons var lánað áfram, og notað til að kaupa hlut Fons í breska skartgripafyrirtækinu Aurum Holding Limited. Jón Ásgeir hafnar því algerlega sem fram kemur í stefnunni að fyrirtækið Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. Hann vísar til verðmats Capacent á fyrirtækinu því til staðfestingar. Þá hafi tilboð upp á sex milljarða komið frá fyrirtæki í Dubaí. Þess ber að geta að Jón Ásgeir er eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda fjölmiðlafyrirtækisins 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið. - bj
Aurum Holding málið Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira