Formúla 1

Verðlaun lyftistöng fyrir Mercedes

Mercedes liðð er öflugt og skipað Michael Schumacher og Nico Rosberg.
Mercedes liðð er öflugt og skipað Michael Schumacher og Nico Rosberg. Mynd: Getty Images
Framkvæmdarstjóri Mercedes, Bretinn Ross Brawn sem vann tvo titla með Brawn liðinu í fyrra segist ánægður með þá Michael Schumacher og Nico Rosberg. "Það var var ánægjulegt að komast á verðlaunapall í fyrsta skipti í Malasíu, sem er heimavöllur fyrir aðal kostanda okkar, Petronas. Það var líka lyftistöng fyrir liðið", sagði Brawn í fréttatilkynningu frá Mercedes í dag. Lið hans hefur nú viku til næsta móts, sem fer fram í Kína. "Michael er að auka hraðann smám saman, en aðstæður hafa valdið því að heftu hann í Melbourne og Sepang", sagði Brawn. Framvængur brotnaði í fyrra mótinu og í því síðara brotnaði afturfjöðrun. "Það væri gaman fyrir Michael að komast klakkalaust frá keppninni í Kína, og sýna þannig framfarirnar sem hann hefur tekið frá fyrsta móti. Liðið sem slíkt hefur staðið sig vel í mótunum þremur og þegar Nico náði á verðlaunapall í Malasíu." "Ég er mjög ánægður með frammistöðu ökumanna okkar og árangurinn er í samræmi við stöðu og getu bílsins. Við verðum að vera raunsæir og skilja að við erum ekki með bíl sem er meðal þeirra allra fremstu í augnablikinu. Við erum að vinna að því að minnka bilið í toppliðin", sagði Brawn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×