Körfubolti

Wade gæti afþakkað landsliðssæti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

NBA-stjörnurnar eru ekki beint að deyja úr spenningi yfir því að spila með bandaríska landsliðinu í körfubolta á HM í sumar.

LeBron James hefur þegar gefið út að það sé afar ólíklegt að hann verði með. Kobe Bryant ætlar líklega að spila ef hann er heill heilsu en Dwayne Wade er enn ekki búinn að ákveða hvort hann nenni að spila.

Þessi leiðindi stjarnanna leiddu til þess að yfirmaður bandaríska körfuknattleikssambandsins, Jerry Colangelo, gaf út yfirlýsingu að þeir sem mættu ekki í sumar ættu það á hættu að vera ekki valdir í landsliðið á ÓL í London árið 2012.

Þeim ummælum hafa leikmenn tekið afar illa og þá sérstaklega James sem sagðist ekki kunna að meta ummæli Colangelo.

Wade ber fyrir sig persónulegum málum en hann stendur í afar erfiðu skilnaðarmáli. James ætlar að leika í kvikmynd.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×