Jón Ólafsson selur vatn á bandarískum flugvöllum 9. apríl 2010 11:42 Jón Ólafsson hefur gert samning við HMSHost um sölu vatns á bandarískum flugvöllum. Icelandic Water Holdings, framleiðandi Icelandic Glacial vatnsins, hefur skrifað undir samning við HMSHost Corporation, sem hefur sérleyfi til smásölu á ýmsum ferðamannastöðum, um sölu vatnsins í söluturnum á 23 stórum flugvöllum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en stjórnarformaður þess er Jón Ólafsson, athafnamaður. Á meðal þeirra eru Washington Dulles International, Miami International og Hartsfield-Jackson Atlanta International Airport. Jafnframt verður vatnið til sölu á greiðasölustöðum og ferðamannamiðstöðvum við þjóðvegi í tólf ríkjum. Þar á meðal eru New Jersey Turnpike og New York Thruway. Alls eru hinir nýju sölustaðir vestan hafs yfir 150 talsins. „HMSHost leggur mikla áherslu á sjálfbærni og lágmörkun umhverfisáhrifa vegna starfsemi sinnar", segir Joan Ryzner, aðstoðarforstjóri félagsins. „Með samstarfinu við Icelandic Glacial höfum við ekki aðeins fundið fyrirtæki með frábæra vöru heldur bætist það í hóp annarra birgja okkar þar sem mikið er lagt upp úr umhverfisþáttum framleiðslunnar. Fyrir nokkrum árum settum við saman okkar eigið efni, StartSomewhere, til að fræða starfsfólk okkar, viðskiptavini og birgja um mikilvægi þess að takmarka úrgang, nota endurvinnanlegar umbúðir og endurnýta eins mikið efni og mögulegt er. Okkur er sönn ánægja af því að fá Icelandic Glacial í þennan hóp." Icelandic Water Holdings er fyrsta fyrirtækið í vinnslu átappaðs vatns fyrir Bandaríkjamarkað sem hlotið hefur viðurkenningu samtakanna Carbon Neutral fyrir umhverfisskuldbindingar sínar og er bæði framleiðsla og dreifing vatnsins að fullu kolefnisjöfnuð. Samningurinn við HMSHost kemur í kjölfar þess að hið virta evrópska ráðgjafarfyrirtæki á sviði matvæla og drykkjarvöru, Zenith International, vottaði sjálfbærni Icelandic Glacial vatnsins. Icelandic Glacial vatnið er framleitt af Icelandic Water Holdings ehf. sem var stofnað í apríl 2004 og er staðsett í Ölfusi. Félagið er í eigu Jóns Ólafssonar, Kristjáns Ólafssonar og Anaheuser-Busch. Icelandic Glacial hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir gæði, umhverfisvæna framleiðsluhætti og hönnun. Má þar nefna Best Water of 2007 frá BevNet, Global Sustainability Award frá Bottled Water World árið 2007 og verðlaun fyrir bestu heildarhönnunina á Bottled Water World árið 2005. HMSHost er leiðandi fyrirtæki í verslun og greiðasölu til ferðamanna. Fyrirtækið rekur þjónustu sína á yfir 100 flugvöllum víða um heim og eru 20 stærstu flugvellir Bandaríkjanna þar á meðal. Árleg velta félagsins er um 2,7 milljarðar dollara og starfsmenn á vegum þess eru yfir 34.000 talsins. HMSHost er hluti af Autogrill Group sem starfar í 43 löndum með yfir sjötíu þúsund starfsmenn og veltu sem nam yfir 5,7 milljörðum evra á síðasta ári. Innlent Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Icelandic Water Holdings, framleiðandi Icelandic Glacial vatnsins, hefur skrifað undir samning við HMSHost Corporation, sem hefur sérleyfi til smásölu á ýmsum ferðamannastöðum, um sölu vatnsins í söluturnum á 23 stórum flugvöllum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en stjórnarformaður þess er Jón Ólafsson, athafnamaður. Á meðal þeirra eru Washington Dulles International, Miami International og Hartsfield-Jackson Atlanta International Airport. Jafnframt verður vatnið til sölu á greiðasölustöðum og ferðamannamiðstöðvum við þjóðvegi í tólf ríkjum. Þar á meðal eru New Jersey Turnpike og New York Thruway. Alls eru hinir nýju sölustaðir vestan hafs yfir 150 talsins. „HMSHost leggur mikla áherslu á sjálfbærni og lágmörkun umhverfisáhrifa vegna starfsemi sinnar", segir Joan Ryzner, aðstoðarforstjóri félagsins. „Með samstarfinu við Icelandic Glacial höfum við ekki aðeins fundið fyrirtæki með frábæra vöru heldur bætist það í hóp annarra birgja okkar þar sem mikið er lagt upp úr umhverfisþáttum framleiðslunnar. Fyrir nokkrum árum settum við saman okkar eigið efni, StartSomewhere, til að fræða starfsfólk okkar, viðskiptavini og birgja um mikilvægi þess að takmarka úrgang, nota endurvinnanlegar umbúðir og endurnýta eins mikið efni og mögulegt er. Okkur er sönn ánægja af því að fá Icelandic Glacial í þennan hóp." Icelandic Water Holdings er fyrsta fyrirtækið í vinnslu átappaðs vatns fyrir Bandaríkjamarkað sem hlotið hefur viðurkenningu samtakanna Carbon Neutral fyrir umhverfisskuldbindingar sínar og er bæði framleiðsla og dreifing vatnsins að fullu kolefnisjöfnuð. Samningurinn við HMSHost kemur í kjölfar þess að hið virta evrópska ráðgjafarfyrirtæki á sviði matvæla og drykkjarvöru, Zenith International, vottaði sjálfbærni Icelandic Glacial vatnsins. Icelandic Glacial vatnið er framleitt af Icelandic Water Holdings ehf. sem var stofnað í apríl 2004 og er staðsett í Ölfusi. Félagið er í eigu Jóns Ólafssonar, Kristjáns Ólafssonar og Anaheuser-Busch. Icelandic Glacial hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir gæði, umhverfisvæna framleiðsluhætti og hönnun. Má þar nefna Best Water of 2007 frá BevNet, Global Sustainability Award frá Bottled Water World árið 2007 og verðlaun fyrir bestu heildarhönnunina á Bottled Water World árið 2005. HMSHost er leiðandi fyrirtæki í verslun og greiðasölu til ferðamanna. Fyrirtækið rekur þjónustu sína á yfir 100 flugvöllum víða um heim og eru 20 stærstu flugvellir Bandaríkjanna þar á meðal. Árleg velta félagsins er um 2,7 milljarðar dollara og starfsmenn á vegum þess eru yfir 34.000 talsins. HMSHost er hluti af Autogrill Group sem starfar í 43 löndum með yfir sjötíu þúsund starfsmenn og veltu sem nam yfir 5,7 milljörðum evra á síðasta ári.
Innlent Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira