Enski boltinn

Everton fær sóknarmann frá Portúgal

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
David  Moyes er að styrkja Everton-liðið þessa dagana.
David Moyes er að styrkja Everton-liðið þessa dagana. GettyImages
Everton hefur fengið til sín tvítugan framherja frá Portúgal. Hann heitir Joao Silva og kemur frá 2. deildar félaginu Desportivo Das Aves.

Hann var markahæsti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabilinu. Hann skoraði 14 mörk í 32 leikjum.

Hann hefur spilað fyrir ungmennalandslið Portúgals og er í miklum metum heima fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×