Viðskipti innlent

SAS endurgreiðir 30 þúsund farþegum vegna eldgossins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
SAS endurgreiðir þessa dagana 25 þúsund farþegum og 5 þúsund eiga eftir að bætast í hópinn. Mynd/ afp.
SAS endurgreiðir þessa dagana 25 þúsund farþegum og 5 þúsund eiga eftir að bætast í hópinn. Mynd/ afp.
SAS flugfélagið er þessa dagana að endurgreiða 25 þúsund viðskiptavinum sínum farmiða vegna þeirrar röskunar sem varð á flugsamgöngum þegar eldgosið í Eyjafjallajökli varð í apríl. Um 5 þúsund manns til viðbótar bíða þess að fá miðana greidda til baka, að því er fram kemur á norska viðskiptavefnum e24.no.

Það er fleira greitt en bara flugmiðarnir því að talsmaður SAS í Danmörku, Mikkel Thrane, segir við dönsku fréttastofuna Newspaq að um fjögur þúsund manns fái endurgreitt vegna hótelherbergja og matarkostnaðar þegar þeir urðu strandaglópar að heiman vegna eldgossins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×