Enski boltinn

Pirlo sér ekki eftir því að hafa hafnað Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrea Pirlo í leik með AC Milan.
Andrea Pirlo í leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP

Andrea Pirlo segir að hann sjái ekki eftir því að hafa hafnað Chelsea og verið áfram í herbúðum AC Milan.

Chelsea reyndi að fá Pirlo í sumar en þá var Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri AC Milan, nýtekinn við liðinu.

„Ég vildi fyrst fara til Ancelotti en það var skrýtið að sjá hann ekki lengur í búningsklefanum," sagði Pirlo við ítalska fjölmiðla. „En svo venst maður nýjum aðstæðum."

Hann vonast til að hann muni áfram spila með AC Milan þar til ferli hans lýkur. „Núverandi samningur minn er til 2011 og ég vona að ég verði lengur en það hjá félaginu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×