Lífið

Paul Weller og The XX tilnefnd

Enska hljómsveitin er talin líklegust til að hljóta hin virtu Mercury-verðlaun.
Enska hljómsveitin er talin líklegust til að hljóta hin virtu Mercury-verðlaun.
Paul Weller hefur verið tilnefndur til hinna virtu Mercury-verðlauna í Bretlandi fyrir plötuna Wake Up The Nation, sextán árum eftir að hann var síðast tilnefndur fyrir Wild Wood.

Á meðal annarra tilnefndra eru Dizzee Rascal, The XX, Wild Beasts, Mumford and Sons, Biffy Clyro og Corinne Bailey Rae. Sigurvegarinn verður tilkynntur 7. september og fær hann í sinn hlut tuttugu þúsund pund í verðlaun, eða um 3,7 milljónir króna. Tilnefningarnar falla aðeins í hlut breskra eða írskra flytjenda sem hafa gefið út plötu á undanförnu ári. Á meðal síðustu sigurvegara Mercury-verðlaunanna eru Speech Debelle, Elbow, Klaxons og Arctic Monkeys.

Hljómsveitin The XX er talin líklegust til sigurs samkvæmt Ladbrokes-veðbankanum með líkurnar 5 á móti 2. Sveitin, sem er frá Englandi, spilar draumkennt indípopp og hefur fengið mjög góða dóma fyrir sína fyrstu plötu, XX. Komst hún ofarlega á marga árslista um síðustu jól og var til að mynda í öðru sæti hjá sérfræðingum Fréttablaðsins yfir bestu plötur síðasta árs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.