Lífið

Sýndarveruleiki næturlífsins í nýju lagi

Poetrix hefur gefið út nýtt lag sem ber nafnið Gredda.mynd/Marino
Poetrix hefur gefið út nýtt lag sem ber nafnið Gredda.mynd/Marino

Rapparinn Poetrix hefur gefið út nýtt lag sem ber nafnið Gredda. Lagið mun fara í spilun á útvarpsstöðvum landsins á næstu dögum. Rúm tvö ár eru síðan rapparinn gaf út lagið Vegurinn til glötunar í samvinnu við Bubba Morthens.

„Poetrix er búinn að liggja í dvala og bíða eftir innblæstri. Finna það sem rímaði best við sig. Það fann hann í kjallara á hóruhúsi í hausnum á sér,“ segir rapparinn.

Spurður um hvað lagið fjallar svarar hann að það sé tilraun hans til að lýsa sýndarveruleikanum sem verður til í miðbæ Reykjavíkur „Það verður til annar veruleiki niðri í bæ um helgar. Venjulegt fólk breytist í vampírur þar sem dögunin er þeirra versti óvinur. Því lífið er ljót tík þegar þú vaknar daginn eftir og sérð hana í birtunni.“

Ný plata er í bígerð hjá Poetrix og hefur hann fengið elítu tónlistarbransans með sér í lið. Þeir Ómar Guðjónsson gítarleikari, Jakob Smári Magnússon bassaleikari, Einar Scheving trommuleikari og Bergþór Smári gítarleikari slá taktinn á nýju plötunni.

„Platan hljómar eins og fönkí maníu depressíf-sjúklingur sem ætlar að bjarga heiminum en er of veikur fyrir konunum sem hann hittir á leiðinni. Hljómsveitin er fær um að búa til takt sem fær fólk til að kinka kolli taktfast í svefni og þangað til í næsta lífi,“ segir Poetrix að lokum. - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.