Enski boltinn

Phil Brown um Myhill: Varði sex sinnum á heimsmælikvarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Boaz Myhill er hér búinn að verja frá Robbie Keane úr góðu færi.
Boaz Myhill er hér búinn að verja frá Robbie Keane úr góðu færi. Mynd/AFP

Phil Brown, stjóri Hull, hrósaði markverði sínum Boaz Myhill eftir markalaust jafntefli á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Boaz Myhill hélt sínu liði á floti í leiknum með hverri frábærri markvörslunni á fætur annarri.

„Þetta var stórkostleg frammistaða. Hann varði örugglega sex sinnum á heimsmælikvarða. Hann varði ítrekað mörgum sinnum í röð þegar þeir sóttu hvað mest. Allir leikmennirnir mínir voru frábærir í þessum leik en engin lék þó betur en Boaz," sagði Phil Brown, stjóri Hull.

„Þetta var án nokkurs vafa besta frammistaða mín í langan tíma. Ég er mjög ánægður með að hafa getað hjálpað liðsfélögunum og ég mjög sáttur með stigið. Leikurinn sjálfur er eiginlega í móðu og ég man ekkert alltof vel eftir öllum vörslunum," sagði Boaz Myhill sem er 27 ára Bandaríkjamaður sem hefur staðið í marki Hull frá árinu 2003.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×