Enski boltinn

Leik Portsmouth og Birmingham frestað - völlurinn á floti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Mynd/AFP

Leik Portsmouth og Birmingham sem fram átti að fara í ensku úrvalsdeildinni í dag hefur verið frestað vegna þess að Fratton Park er á floti eftir mikla rigningu síðasta sólarhringinn. Hermann Hreiðarsson og félagar fá því frí í dag.

Anthony Taylor, dómari leiksins, tók þá ákvörðun að aflýsa leiknum eftir að hafa skoðað völlinn í morgun. Það er spáð meiri rigningu eftir því sem líður á daginn og Taylor hefði kannski lent í því að dæma hálfgerðan sundknattleik ef að leiknum yrði.

Stuðningsmenn Portsmouth hjálpuðust við að moka snjó af vellinum í vikunni til þess að leikurinn færi örugglega fram en enginn sá fyrir heilldembuna sem er búin að ganga yfir frá því í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×